Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Ráðstöfunarfé vegna dvalar á stofnun

Ráðstöfunarfé

Ráðstöfunarfé er ætlað að mæta öðrum kostnaði en kostnaði vegna dvalar á stofnun fyrir greiðsluþega hjá TR.

Upphæðin er 104.321 króna á mánuði fyrir skatt.

Upphæðin er tekjutengd og útreikningur byggir á fyrirliggjandi tekjuáætlun hjá TR.

Athugið að aðeins greiðsluþegar í afplánun þurfa að sækja um ráðstöfunarfé. Hjá öðrum sem eiga rétt á ráðstöfunarfé kemur það sjálfkrafa.

Almennar upplýsingar

Ráðstöfunarfé er tekjutengt og hafa eftirfarandi tekjur áhrif á upphæðina:

  • atvinnutekjur,

  • lífeyrissjóðstekjur,

  • fjármagnstekjur þínar og maka þíns,

Greiðslur falla niður þegar tekjur ná 160.494 krónur á mánuði fyrir skatt.

Tekjur sem hafa ekki áhrif á upphæðina eru:

  • bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð,

  • fjárhagsaðstoð sveitarfélaga,

  • úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar og sambærilegra greiðslna frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við.

Í uppgjöri TR á hverju vori er ráðstöfunarfé fyrra árs endurreiknað út frá staðfestu skattframtali líkt og aðrar greiðslur frá TR. Því skiptir miklu máli að tekjuáætlun þín sé rétt.

Ráðstöfunarfé - algengar spurningar

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun