Framlengingu á lífeyrisgreiðslum er ætlað að koma til móts við húsnæðiskostnað þegar fólk dvelur á hjúkrunarheimili eða sjúkrahúsi og lífeyrisgreiðslur hafa fallið niður.
Almennar upplýsingar
Þú getur sótt um að framlengja lífeyrisgreiðslum:
að hámarki 3 mánuði í senn,
að hámarki 6 mánuði í heild.
Hægt er að sækja um framlengingu 6 mánuði afturvirkt.
Skilyrði
Sækja þarf um innan 6 mánaða frá því að greiðslur féllu niður.
Innistæða í banka og upphæð verðbréfa og hlutabréfa má ekki vera hærri en:
4 milljónir hjá einstaklingi,
8 milljónir hjá hjónum og sambýlisfólki.
Maki fær ekki greidda heimilisuppbót fyrir sama tímabil og framlengingin nær til.
Fylgigögn
Með umsókn þurfa að fylgja afrit af gögnum sem staðfesta húsnæðiskostnað, til dæmis:
afborganir húsnæðislána,
reikningar vegna fasteignagjalda,
greiðslur húsaleigu,
reikningar vegna rafmagns-, hita- og vatnsgjalda,
kostnaður vegna trygginga,
kostnaður vegna húsnæðisviðgerða,
annað sambærilegt.
Mat á umsókn
Sótt er um framlengingu á greiðslum á eyðublaði sem má skila í gegnum Mínar síður TR.
Við mat á umsókn er litið til þess hvort framlenging sé nauðsynleg vegna afborgana eða annars rekstrarkostnaðar íbúðarhúsnæðis umsækjanda.
Eingöngu er hægt að sækja um vegna íbúðarhúsnæðis sem umsækjandi býr í.
Ef umsækjandi og/eða maki greiðir dvalarkostnað á hjúkrunarheimili er tekið tillit til þess kostnaðar en ekki þarf að skila inn staðfestingu á þeim kostnaði.
Vinnslutími umsókna vegna dvalar á stofnun
Greiðslur falla niður - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun