Þátttaka í dvalarkostnaði á dvalar- og hjúkrunarrýmum
Í stuttu máli
Þátttaka í dvalarkostnaði á dvalar- og hjúkrunarrýmum er tekjutengd og hefst frá sama tíma og greiðslur falla niður.
Þátttakan reiknast samkvæmt fyrirliggjandi tekjuáætlun hjá TR.
Ef tekjur eru umfram 133.122 krónur á mánuði, eftir skatt, eftir að lífeyrisgreiðslur TR hafa fallið niður, tekur þú þátt í dvalarkostnaði þínum.
Hámarks dvalarkostnaður er 582.654 krónur á mánuði.
Ef mánaðarlegar viðmiðunartekjur ná 696.568 krónur eftir skatt er hámarks þátttaka greidd.
Viðkomandi dvalar- og hjúkrunarheimili innheimtir dvalarkostnaðinn.
Mögulega skapast réttur á ráðstöfunarfé þegar dvöl á stofnun hefst.
Tekjur sem hafa ekki áhrif á útreikning dvalarkostnaðar eru:
almannatryggingagreiðslur,
bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð,
fjárhagsaðstoð sveitarfélaga,
úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar og sambærilegra greiðslna frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við.
Mjög mikilvægt er að tekjuáætlun þín sé rétt til að kostnaðarþátttaka vegna dvalar þinnar sé rétt reiknuð út. Þú getur breytt tekjuáætlun á Mínum síðum TR.
Réttindi maka og sambýlisfólks
Makar og sambýlisfólk lífeyrisþega sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarrrými geta átt rétt á heimilisuppbót.
Þáttaka í dvalarkostnaði - algengar spurningar
Greiðslur falla niður - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun