Fara beint í efnið

Dagpeningar vegna dvalar utan stofnunar

Dagpeningar

Þegar lífeyrisgreiðslur hafa fallið niður vegna dvalar á stofnun er hægt að sækja um dagpeninga fyrir hvern sólarhring sem dvalist er utan stofnunar án þess að útskrifast. Starfsfólk viðkomandi stofnunar sér um umsókn.

Almennar upplýsingar

Upphæðin er 4.858 krónur á sólarhring.

Upphæðin er tekjutengd og útreikningur byggir á fyrirliggjandi tekjuáætlun hjá TR.

Þú átt aðeins rétt á dagpening utan stofnunar ef þú færð ráðstöfunarfé.

Dagpeningar eru greiddir fyrir hámark 8 sólarhringa á mánuði.

Þetta hefur áhrif á upphæðina

Dagpeningar eru tekjutengdir og hafa eftirfarandi tekjur áhrif á upphæð þeirra:

  • atvinnutekjur,

  • lífeyrissjóðstekjur,

  • fjármagnstekjur þínar og maka þíns.

Tekjur sem hafa ekki áhrif á upphæðina eru til dæmis:

  • úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar,

  • greiðslur frá félagsmálastofnun,

  • greiðslur frá sveitarfélögum.

Í uppgjöri TR á hverju vori eru greiddir dagpeningar fyrra árs endurreiknaðir út frá staðfestu skattframtali líkt og aðrar lífeyrisgreiðslur. Því skiptir miklu máli að tekjuáætlun þín sé rétt.

Umsókn

Starfsfólk stofnunar sem viðkomandi er vistaður á sér um að sækja um.

Vinnslutími umsókna vegna dvalar á stofnun

Dagpeningar

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun