Uppgjör og endurútreikningur greiðslna frá TR
Endurútreikningur á lífeyrisgreiðslum þínum frá Tryggingastofnun fer almennt fram í lok maí ár hvert eftir skil á skattframtali.
Þá er farið yfir hvort þú hafir fengið rétt greitt frá TR á síðasta ári miðað við þín réttindi.
Almennar upplýsingar
Þú færð tilkynningu um niðurstöðu uppgjörs og endurútreiknings á Mínum síðum TR.
Þar getur þú séð hvort þú hafir fengið:
rétt greitt,
of lítið greitt og þú færð mismuninn greiddan í kjölfarið,
of mikið greitt, og hvernig þú greiðir mismuninn tilbaka.
Þegar uppgjöri er lokið sendir TR uppfærða launamiða til skattsins með endanlegri niðurstöðu, í kjölfarið endurskoðar skatturinn álagningu ársins.
Ef þú færð ekki niðurstöður í maí
Það eru ekki allir greiðsluþegar sem fá uppgjör í maí en ýmsar ástæður fyrir því geta verið að þú fáir uppgjör seinna.
Algengustu ástæður fyrir því eru:
þú ert lífeyrisþegi og býrð í útlöndum,
þú skilaðir skattframtali of seint,
þú hefur ekki skilað skattframtali.
Ef þú vilt nánari skýringar á niðurstöðu uppgjörs getur þú sent okkur erindi í gegnum Mínar síður TR.
Uppgjör lífeyrisgreiðslna - algengar spurningar
Uppgjör vegna dánarbús - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun