Tryggingastofnun: Uppgjör og innheimta
Ég leysti út fjármagnstekjur í einu lagi á uppgjörsári sem hafði þau áhrif að lífeyrisréttindi mín lækkuðu, er eitthvað hægt að gera við því?
TR er heimilt, að ósk lífeyrisþega, að dreifa fjármagnstekjum sem leystar hafa verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju tímabili.
Skoða þarf vel hvort það borgi sig að dreifa fjármagnstekjum fram í tímann en dreifingin orsakar í mörgum tilvikum lægri lífeyrisrétt til framtíðar. Það getur hins vegar reynst erfitt að endurgreiða háa skuld úr uppgjöri sem myndast vegna eingreiðslu fjármagnstekna og því þarf að vega og meta kosti þess að dreifa fjármagnstekjunum með hliðsjón af því.
Við mat á því hvort það borgi sig að dreifa fjármagnstekjum er hægt að styðjast við reiknivél lífeyris eða með því að hafa samband við TR.