Tryggingastofnun: Uppgjör og innheimta
Er hægt að andmæla niðurstöðu endurreiknings og hvernig geri ég það?
Ef talið er að endurreikningurinn sé ekki réttur er hægt að andmæla honum. Rökstyðja þarf þau andmæli og senda með gögn sem sýna fram á að forsendur í endurreikningnum séu ekki réttar.
Andmæli fresta innheimtu skulda á meðan á afgreiðslu þeirra stendur en hafa ekki áhrif á útgreiðslu inneigna.
Hægt er að senda inn andmæli á Mínum síðum.