Fara beint í efnið

Má TR nota fjármagnstekjur maka til lækkunar á lífeyrisréttindum?

Fjármagnstekjur teljast sameiginlegar tekjur hjóna og sambúðarfólks. TR er skylt að nota þær tekjur til útreiknings á lífeyrisréttindum. Helmingur fjármagnstekna hjóna og sambúðarfólks hefur áhrif á útreikning hjá hvoru fyrir sig.

Undantekning gildir ef óvígð sambúð hefur varað styttra en eitt ár og aðilar eiga ekki barn saman. Þá er hægt að óska eftir ársaðlögun vegna fjármagnstekna.