Fara beint í efnið

Við hjónin skildum á árinu en fjármagnstekjur fyrrverandi maka voru notaðar til lækkunar á lífeyrisréttindum eftir skilnaðinn. Hvað er hægt að gera?

Þegar hjúskap eða sambúð er slitið er heimilt að undanskilja fjármagnstekjur að hluta eða öllu leyti við endurreikning tímabilsins eftir að hjúskaparstaða breyttist.

Ef fjármagnstekjur fyrrverandi maka eftir skilnað voru notaðar til lækkunar á réttindum við endurreikning þarf að senda inn andmæli til TR. Það er gert á Mínum síðum.