Fara beint í efnið

Ég var með lágar tekjur aukalega en fæ háa skuld úr uppgjöri, hver er helsta skýringin á því?

Líklegt er að það tengist framfærsluuppbótinni sem greidd er örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Engin frítekjumörk gilda um þær greiðslur og allar tekjur hafa áhrif á útreikning óháð tegund. Framfærsluuppbótinni er ætlað að tryggja ákveðna lágmarks framfærslu þeirra sem eiga örorku- eða endurhæfingarlífeyrisrétt hjá TR.

Dæmi 1: Ef örorkulífeyrisþegi tekur út séreignasparnað að fjárhæð 100.000 kr. þá lækkar það sérstöku uppbótina um 65.000 kr.

Dæmi 2: Ef endurhæfingarlífeyrisþegi fær dagpeninga úr sjúkrasjóði stéttarfélags að fjárhæð 50.000 kr. þá lækkar það sérstöku uppbótina um 32.500 kr.

Einnig er mögulegt að tekjur fari yfir þau mörk sem heimilt er að hafa til að fá greiddan grunnlífeyri sem veldur því að tengd réttindi eins og tekjutrygging og heimilisuppbót falla niður.