Fara beint í efnið

Hvernig eru erlendar tekjur á skattframtali meðhöndlaðar?

Erlendar tekjur koma ósundurliðaðar á skattframtölum til TR og því getur stofnunin ekki ákvarðað réttar greiðslur þeirra lífeyrisþega sem hafa án aðkomu þeirra sjálfra.

Við fyrsta endurreikning lífeyrisþega þar sem fram koma erlendar tekjur á skattframtali er kallað eftir upplýsingum og gögnum um eðli þeirra tekna, það er hvort þær teljist til lífeyrissjóðsgreiðslna, grunnlífeyris eða atvinnutekna. Ef gögn berast um eðli teknanna eru þær tekjuforsendur notaðar við útreikning greiðslna. Ef engin gögn berast teljast tekjurnar til annarra tekna og hafa því hærra vægi gagnvart lífeyrisréttindum en þær tekjur sem nefndar eru hér að framan.