Fara beint í efnið

Ég fékk bréf um skattabreytingu frá RSK vegna breytinga á lífeyrisréttindum hjá TR, er það eðlilegt?

Endurreikningur lífeyrisréttinda felur oft í sér breytingu á réttindum viðkomandi árs og hefur því áhrif á tekjuskattsstofn til hækkunar eða lækkunar. Eftir að endurreikningur hefur farið fram tilkynnir TR um breytinguna til RSK með nýjum launamiða og ber RSK að tilkynna lífeyrisþegum um breytinguna.

Tryggingastofnun tekur við fyrirspurnum vegna breyttra réttinda hjá stofnuninni og staðgreiðslufrádrátt en RSK tekur við fyrirspurnum um breytta álagningu ef um hana er að ræða.