Fara beint í efnið

Á dánarbú eða erfingjar þess rétt á að fá inneign greidda?

Dánarbú og erfingjar eiga rétt á að fá inneign greidda.

Ef ekki er búið að loka bankareikningi hins látna er inneign greidd inn á þann reikning nema umboðsmaður dánarbús hafi óskað eftir öðru fyrirkomulagi. Hafi reikningi verið lokað þarf umboðsmaður að koma upplýsingum um nýjan bankareikning til TR.

Ef enginn er umboðsmaður eða ef skiptum er lokið þurfa allir erfingjar að gefa einum umboð til að taka við inneign.

Eyðublað - Umboð vegna dánarbús.