Tryggingastofnun: Uppgjör og innheimta
Tekjur mínar hækkuðu á árinu en ég breytti tekjuáætluninni, af hverju liggur fyrir skuld hjá mér?
Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga eru tekjutengdar og fer upphæð þeirra eftir þeim tekjum sem koma til samhliða greiðslum TR.
Almenna reglan er sú að lífeyrisréttindi eru reiknuð á ársgrundvelli. Ef að tekjur á tekjuáætlun eru hækkaðar á miðju ári þá er allt árið reiknað að nýju, þar á meðal mánuðirnir sem þegar hafa verið greiddir. Skuld getur myndast vegna þeirra mánaða þegar tekjuáætlun er breytt.
Skuldir sem myndast vegna breytinga á tekjuáætlun eru ekki innheimtar fyrr en að uppgjör ársins hefur farið fram.