Fara beint í efnið

Hluti tekna samkvæmt skattframtali komu til eftir andlát lífeyrisþega en voru notaðar við endurreikning greiðslna, hvað þá?

TR lítur svo á að tekjur samkvæmt skattframtali andlátsárs teljist til tekna hins látna. Ef aðrar tekjur en staðgreiðsluskyldar tekjur teljast til tekna dánarbús en ekki hins látna þarf að senda gögn til TR sem styðja það. Endurreikningur verður þá endurskoðaður.

Staðgreiðsluskyldar tekjur: Byggt er á upplýsingum úr staðgreiðsluskrá skattyfirvalda þegar um er að ræða tekjur sem eru staðgreiðsluskyldar. Eingöngu er litið til tekna þeirra mánaða sem lífeyrisréttur var fyrir hendi í.

Aðrar tekjur en staðgreiðsluskyldar: Almenna reglan er sú að aðrar tekjur en staðgreiðsluskyldar tekjur skulu hafa áhrif á endurreikning lífeyrisréttinda í hlutfalli við fjölda þeirra mánaða sem réttur var fyrir hendi í.