Tryggingastofnun: Uppgjör og innheimta
Hvaða gengi gjaldmiðla er notað við endurreikning?
Í tilfelli þeirra lífeyrisþega sem eru með erlendar tekjur samhliða lífeyrisgreiðslum stofnunarinnar þá er gengi þeirra gjaldmiðla reiknað með tvennum hætti. Annars vegar eru réttindi reiknuð eftir svokölluðu Á-gengi (áætluðu gengi) og hins vegar er árið gert upp á grundvelli U-gengi (uppgjörs gengi). Munurinn á þessu gengi er eftirfarandi:
Á-gengi (áætlað gengi) er það gengi sem notað er þegar réttindi ársins eru reiknuð út og greitt er eftir á árinu. En áætlaða gengið er spágengi fyrir hið komandi ár, byggt á upplýsingum frá Seðlabanka Íslands um stöðu gengis undir lok ársins á undan. Það er að áætlaða gengi ársins 2023 byggir á upplýsingum um gengi gjaldmiðla undir lok árs 2022.
U-gengi (uppgjörs gengi) er það gengi sem notað er þegar réttindi ársins eru gerð upp. En þar er horft til miðgengis (meðaltal sölu- og kaupgengis) ársins fyrir viðkomandi gjaldmiðil þegar horft er á allt árið samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands.