Tryggingastofnun: Uppgjör og innheimta
Hvað ef tekjur á skattframtali tilheyra öðrum árum?
Við endurreikning eru tekjur samkvæmt skattframtali viðkomandi árs notaðar. Ef tekjurnar sem þar koma fram tilheyra öðrum árum er hægt að óska eftir tilfærslu tekna á milli ára og endurupptöku skattframtals hjá RSK.
Ekki er öruggt að tilfærsla tekna á milli ára hafi í för með sér hærri lífeyrisréttindi frá TR og það getur jafnvel leitt til lægri réttinda.
Ef óskað er eftir endurupptöku skattframtals hjá RSK þarf að senda TR staðfestingu á að það hafi verið gert svo hægt sé að fresta innheimtu skulda.
Hafa þarf í huga að tilfærsla tekna á milli ára getur haft í för með sér breytingu á áður álögðum opinberum gjöldum og vaxta- og barnabótum hjá RSK. Þá getur hún haft áhrif á greiðslur annarra réttinda sem byggja á upplýsingum úr skattframtali.