Uppgjör og endurútreikningur greiðslna frá TR
Andmælaréttur
Athugasemdir við niðurstöðu uppgjörs
Ef þú ert ósammála niðurstöðu uppgjörs getur þú sent inn andmæli.
Tímafrestur
Þú hefur 30 daga frá því að þér var tilkynnt um niðurstöðu uppgjörs.
Senda andmæli
Andmæli eru send í gegnum Mínar síður:
Smella á Hafa samband
Velja flokkinn Andmæli
Andmælin þurfa að vera nákvæm og rökstudd og studd gögnum þar sem það á við.
Til dæmis þarf að senda Tryggingastofnun staðfestingu frá skattayfirvöldum ef að lífeyrisþegi hyggst láta breyta framtali sínu.
Kæra niðurstöður uppgjörs
Ef andmælum þínum hefur verið svarað og þú telur enn að niðurstöður uppgjörs séu ekki réttar er mögulegt að kæra niðurstöðurnar til úrskurðarnefndar velferðarmála.
Andmæli við uppgjör - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun