Örorkulífeyrir er tekjutengdur, sem þýðir að aðrar tekjur hafa áhrif til lækkunar.
Fullur örorkulífeyrir er:
421.380 krónur á mánuði fyrir skatt með heimilisuppbót,
335.128 krónur á mánuði fyrir skatt án heimilisuppbótar.
Sundurliðun upphæða
Ef tekjur frá öðrum en TR, lífeyrissjóður, laun og fjármagnstekjur, eru undir frítekjumörkum færð þú:
grunnlífeyri 63.020 krónur á mánuði,
tekjutryggingu 201.807 krónur á mánuði,
aldursviðbót, sem fer eftir aldri fyrsta mats á örorku eða endurhæfingu.
Framfærsluuppbót fylgir oft greiðslum örorku- og endurhæfingarlífeyris. Framfærsluuppbót er ekki föst upphæð heldur fer eftir framfærsluviðmiðum. Sérstakt frítekjumark er fyrir framfærsluuppbót.
Önnur réttindi
Þú getur líka átt rétt á ýmsum viðbótargreiðslum eftir þínum aðstæðum, til dæmis:
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun