Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Örorkulífeyrir til 31. ágúst 2025

Fjárhæðir og frítekjumörk

Athugið að upplýsingar á þessari síðu eru um örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfið sem var í gildi til 31. ágúst 2025. Umsækjendur frá 1. september 2025 eru metnir samkvæmt nýja kerfinu á meðan þau sem áttu mat í gildi í gamla kerfinu til að minnsta kosti 31. ágúst 2025 færðust sjálfkrafa yfir í nýja kerfið.

Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingar um nýja kerfið:

Örorkulífeyrir frá 1. september 2025

Hlutaörorka og virknistyrkur frá 1. september 2025

Samþætt sérfræðimat frá 1. september 2025

Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025

Örorkulífeyrir er tekjutengdur, sem þýðir að aðrar tekjur hafa áhrif til lækkunar.

Fullur örorkulífeyrir er:

  • 421.380 krónur á mánuði fyrir skatt með heimilisuppbót,

  • 335.128 krónur á mánuði fyrir skatt án heimilisuppbótar.

Sundurliðun upphæða

Ef tekjur frá öðrum en TR, lífeyrissjóður, laun og fjármagnstekjur, eru undir frítekjumörkum færð þú:

  • grunnlífeyri 65.730 krónur á mánuði,

  • tekjutryggingu 210.485 krónur á mánuði,

  • aldursviðbót, sem fer eftir aldri fyrsta mats á örorku eða endurhæfingu.

Framfærsluuppbót fylgir oft greiðslum örorku- og endurhæfingarlífeyris. Framfærsluuppbót er ekki föst upphæð heldur fer eftir framfærsluviðmiðum. Sérstakt frítekjumark er fyrir framfærsluuppbót.

Önnur réttindi

Þú getur líka átt rétt á ýmsum viðbótargreiðslum eftir þínum aðstæðum, til dæmis:

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun