Bifreiðastyrkir fyrir hreyfihamlað fólk, blinda og lífeyrisþega
Hreyfihamlað fólk sem þarf bíl til að stunda vinnu, skóla, reglubundna endurhæfingu eða sækja heilbrigðisþjónustu getur sótt um styrki og uppbætur til að kaupa eða reka bíl.
Í stuttu máli
Hreyfihamlað fólk og foreldrar hreyfihamlaðra barna geta átt rétt á:
Uppbót eða styrk vegna kaupa á bíl er hægt að fá á 5 ára fresti.
Einnig er hægt að sækja um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna hjálpartækja í bílum.
Sótt er um niðurfellingu bifreiðagjalda hjá Skattinum.
Niðurstaða
Þegar niðurstaða umsóknar liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínar síður TR undir Mín skjöl. Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun. Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:
óskað eftir rökstuðningi á Mínum síðum TR
sent erindi til umboðsmanns viðskiptavina TR
Fyrirkomulag greiðslna
Þegar umsókn er samþykkt og búið er að skila inn kaupsamningi eða reikningi fyrir bílakaupunum er greitt út eins fljótt og auðið er á þann bankareikning sem skráður er á Mínar síður.
Uppbót/styrkur vegna kaupa á bíl - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun