Fara beint í efnið

Hreyfihamlað fólk sem þarf bíl til að stunda vinnu, skóla, reglubundna endurhæfingu eða sækja heilbrigðisþjónustu getur sótt um styrki og uppbætur til að kaupa eða reka bíl.

Í stuttu máli

Hreyfihamlað fólk og foreldrar hreyfihamlaðra barna geta átt rétt á:

Uppbót eða styrk vegna kaupa á bíl er hægt að fá á 5 ára fresti.

Einnig er hægt að sækja um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna hjálpartækja í bílum.

Sótt er um niðurfellingu bifreiðagjalda hjá Skattinum.

Niðurstaða

Þegar niðurstaða umsóknar liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínar síður TR undir Mín skjöl. Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun. Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Fyrirkomulag greiðslna

Þegar umsókn er samþykkt og búið er að skila inn kaupsamningi eða reikningi fyrir bílakaupunum er greitt út eins fljótt og auðið er á þann bankareikning sem skráður er á Mínar síður.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun