Bifreiðastyrkir fyrir hreyfihamlað fólk, blinda og lífeyrisþega
Lán til að kaupa bíl
Þú getur sótt um lán vegna kaupa á bíl ef þú ert með hreyfihömlunarmat hjá TR og þú færð:
örorkulífeyri eða örorkustyrk,
ellilífeyri,
umönnunargreiðslur vegna hreyfihamlaðs barns.
Hægt er að fá bílalán á 3 ára fresti svo lengi sem fyrra lán er uppgreitt.
Lægra lán:
Þú getur fengið lægra lánið ef þú:
ert með hreyfihömlunarmat hjá TR,
og
færð lífeyrisgreiðslur hjá TR.
Upphæð lægra lánsins er 180.000 krónur.
Hærra lán:
Þú getur fengið hærra lánið ef þú:
ert með hreyfihömlunarmat hjá TR
og
notar tvær hækjur eða hjólastól að staðaldri.
Upphæð hærra lánsins er 340.000 krónur.
Skuldabréf, vextir og lánstími
TR útbýr skuldabréf og sendir þér til undirritunar sem þú skilar til baka.
Lánið ber meðalvexti óverðtryggðra skuldabréfa. Þau eru til 3 ára og endurgreiðast með jöfnum mánaðargreiðslum, sem dregnar eru af greiðslum TR.
Bílalán - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun