Fara beint í efnið

Tryggingastofnun: Bifreiðakaup hreyfihamlaðra

Hvernig virka bílalán, hversu hátt er það og hvers konar bíl þarf að kaupa?

Þú sækir um á Mínum síðum TR og skilar hreyfihömlunarvottorði ef það er ekki nú þegar til staðar. Skila þarf svo afriti af kaupsamning eða reikningi vegna bifreiðakaupanna ásamt skuldabréfi sem TR gefur út og sendir þér. Lánsupphæð lægra lánsins er 180.000 krónur og upphæð hærra lánsins er 340.000 krónur, bifreiðin verður að vera fólksbifreið eða sendibifreið til almennra nota.