Fara beint í efnið

Tryggingastofnun: Bifreiðakaup hreyfihamlaðra

Hver er munurinn á uppbót til að kaupa bíl og styrk til að kaupa bíl?

Uppbót til að kaupa bíl er 500.000 krónur og styrkur til að kaupa bíl er 2.000.000 krónur.

Sama umsóknin er vegna hvoru tveggja en upphæðin sem þú færð ræðst af hreyfihömlunarmatinu. Sótt er um á Mínum síðum TR.


Til að fá uppbót til að kaupa bíl þarftu að vera:

  • metinn hreyfihamlaður, miðað er við að göngugeta sé að jafnaði minni en 400 metrar á jafnsléttu,

  • lífeyrisþegi hjá TR

Til að fá styrk til að kaupa bíl þarftu að vera:

  • metinn verulega hreyfihamlaður, til dæmis nota hjólastól eða tvær hækjur að staðaldri

Nánari upplýsingar um skilyrði má lesa hér.