Tryggingastofnun: Bifreiðakaup hreyfihamlaðra
Á ég rétt á bílastyrk?
Bílastyrkur (2.000.000 krónur) byggir á hreyfihömlunarmati þar sem viðkomandi er metinn verulega hreyfihamlaður og þarfnast hjálpartækja eins og hjólastóls eða notar tvær hækjur að staðaldri. Hægt er að sækja um uppbót vegna kaupa á bíl (500.000 krónur) ef hreyfihömlunarmat er samþykkt en viðkomandi þarfnast ekki hjálpartækja líkt og hjólastóls eða hækja.