Bifreiðastyrkir fyrir hreyfihamlað fólk, blinda og lífeyrisþega
Á þessari síðu
Styrkur vegna kaupa á sérútbúnum bíl
Komist einstaklingur ekki af án sérútbúinnar bifreiðar vegna mikillar fötlunar er hægt að sækja um styrk til kaupa á sérútbúinni bifreið, sem er nauðsynleg til að stunda vinnu, nám, endurhæfingu eða sækja læknisþjónustu. Umsækjandi þarf að uppfylla sömu skilyrði og til að fá samþykktan lægri styrkinn vegna bifreiðakaupa, þó eru gerðar meiri kröfur til þarfar á hjálpartækjum og fötlunar þegar sótt er um styrk til kaupa á sérútbúinni bifreið.
Þörf umsækjanda fyrir hjálpartæki og bifreið skal vera metin heildstætt og sýna fram á að umsækjandi hafi sérstaka þörf fyrir sérútbúna bifreið. Þá skal liggja fyrir mat Sjúkratryggingastofnunar Íslands á þörf umsækjanda fyrir hjálpartæki og skal TR hafa samþykkt val á bifreið með hliðsjón af þeim hjálpartækjum sem umsækjandi þarf á að halda.
Að jafnaði er horft til einstaklinga sem nota sér rafmagnhjólastól, eða sambærileg hjálpartæki, til að komast leiða sinna og þurfa að sitja í slíkum í bílnum. Einnig eru skoðaðar sambærilegar lausnir.
Umsækjandi þarf að vera:
metinn verulega hreyfihamlaður, til dæmis nota hjólastól eða tvær hækjur að staðaldri,
sjúkratryggður á Íslandi.
Sérútbúinn bíll
Styrkur vegna kaupa á bíl sem þarf að breyta eða bæta við hjálparbúnaði.
Styrkt er upp að 60% af kaupverði bílsins án aukabúnaðar en að hámarki 7.400.000 krónur.
Umsækjandi þarf að:
sækja um greiðsluþátttöku vegna tæknilegra hjálpartækja hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Athugið að styrkir til kaupa á sérútbúnum bifreiðum eru veittir í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og byggja meðal annars á þörf á hjálpartækjum í bifreiðar samkvæmt gildandi reglugerð um styrki vegna hjálpartækja nr. 760/2021.
Fylgigögn
Umsækjandi þarf að skila:
hreyfihömlunarvottorði (óþarfi ef hreyfihömlunarmat er þegar í gildi hjá TR),
númer ökuskírteinis skráð í umsókn,
í einstaka tilfellum óskar TR eftir mati á göngugetu umsækjanda frá sjúkraþjálfara, þú færð bréf á Mínar síður ef svo er.
Eftir að umsókn hefur verið samþykkt þarf að skila afriti af kaupsamningi eða reikningi vegna bílakaupanna þar sem kaupverð á bílnum kemur fram.
Sérútbúinn rafbíll
Styrkur vegna kaupa á rafbíl sem þarf að breyta eða bæta við hjálparbúnaði.
Styrkt er upp að 66% af kaupverði bílsins án aukabúnaðar en að hámarki 8.140.000 krónur.
Umsækjandi þarf að:
sækja um greiðsluþátttöku vegna tæknilegra hjálpartækja hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Athugið að styrkir til kaupa á sérútbúnum bifreiðum eru veittir í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og byggja meðal annars á þörf á hjálpartækjum í bifreiðar samkvæmt gildandi reglugerð um styrki vegna hjálpartækja nr. 760/2021.
Fylgigögn
Umsækjandi þarf að skila:
hreyfihömlunarvottorði (óþarfi ef hreyfihömlunarmat er þegar í gildi hjá TR),
númer ökuskírteinis skráð í umsókn,
í einstaka tilfellum óskar TR eftir mati á göngugetu umsækjanda frá sjúkraþjálfara, þú færð bréf á Mínar síður ef svo er.
Eftir að umsókn hefur verið samþykkt þarf að skila afriti af kaupsamningi eða reikningi vegna bílakaupanna þar sem kaupverð á bílnum kemur fram.
Upplýsingar fyrir foreldra hreyfihamlaðra barna
Almennt er ekki veittur styrkur fyrir sérútbúnum bíl til foreldra hreyfihamlaðra barna undir 10 ára.
Í sérstökum tilfellum eru veittar undanþágur.
Til dæmis ef barn:
er háð þungum og fyrirferðamiklum hjálparbúnaði á meðan það er í bifreið,
er mjög hávaxið eða þungt miðað við aldur,
þarf sannarlega sambærilega bifreið og fullorðinn einstaklingur í sambærilegri aðstöðu.
Uppbót/styrkur vegna kaupa á bíl - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun