Uppbót til að reka bifreið fyrir hreyfihamlaða
Heimilt er að greiða hreyfihömluðum greiðsluþega uppbót til að mæta kostnaði við rekstur bifreiðar.
Uppbótin er greidd mánaðarlega með öðrum greiðslum frá TR.
Meta þarf hreyfihömlun umsækjanda út frá hreyfihömlunarvottorði frá lækni.
Þú getur sótt um uppbót vegna reksturs bifreiðar ef þú færð:
Fjárhæðin er 24.295 krónur á mánuði.
Uppbótin er greidd út samhliða öðrum greiðslum fyrsta hvers mánaðar svo lengi sem hreyfihömlunarmat er í gildi og greiðsluþegi er skráður eigandi bifreiðar.
Niðurstaða
Þegar niðurstaða umsóknar liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínar síður TR undir Mín skjöl.
Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.
Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:
óskað eftir rökstuðningi á Mínum síðum TR
sent erindi til umboðsmanns viðskiptavina TR
Greiðslur uppbótar til að reka bifreið
Uppbótin er fyrirframgreidd fyrsta dag hvers mánaðar samhliða öðrum greiðslum TR.
Ef greiðslur eru samþykktar afturvirkt er inneign greidd út eins fljótt og auðið er á þann bankareikning sem skráður er á Mínar síður.
Uppbót vegna reksturs bíls - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun