Umsóknum um uppbót til að reka bíl verða að fylgja eftirfarandi gögn og umsækjendur að uppfylla eftirfarandi skilyrði.
Skilyrði
Umsækjandi verður að:
hafa gilt ökuskírteini,
vera skráður eigandi, meðeigandi eða umráðamaður bílsins. Ef umsækjandi er umráðamaður verður lánastofnun sem er að lána fyrir kaupum bílsins að vera skráður eigandi.
Undantekning
Ef umsækjandi er ekki með gilt ökuskírteini er annað hvort hægt að:
skrá einstakling, með sama lögheimili og umsækjandi, sem ökumann,
merkja við að umsækjandi er með NPA samning.
Skilyrði bifreiðar
Aðeins er veitt uppbót til að reka bíl fyrir:
fólksbifreið,
sendibifreið til almennra nota.
Fylgigögn
Með öllum umsóknum þarf að fylgja:
hreyfihömlunarvottorð (óþarfi ef hreyfihömlunarmat er þegar í gildi hjá TR),
númer ökuskírteinis, það er skráð í umsóknina.
Ef ökumaður er annar en umsækjandi
Ef umsækjandi er ekki með gilt ökuskírteini þarf að koma fram í umsókn:
nafn ökumanns,
kennitala ökumanns,
númer ökuskírteinis.
Fólk með NPA eða sambærilegan samning við sveitarfélag þarf að skila afriti af:
samningi um notendastýrða persónulega aðstoð,
beingreiðslusamningi,
öðrum sambærilegum samning.
Uppbót vegna reksturs bíls - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun