Bifreiðastyrkir fyrir hreyfihamlað fólk, blinda og lífeyrisþega
Á þessari síðu
Almenn skilyrði og fylgigögn
Öllum umsóknum verður að fylgja eftirfarandi gögn og umsækjendur að uppfylla eftirfarandi skilyrði.
Skilyrði umsækjanda
Umsækjandi verður að:
hafa gilt ökuskírteini,
vera skráður eigandi bílsins.
Maki umsækjanda má vera skráður eigandi bíls. Maki eða barn umsækjanda mega vera skráð meðeigendur bílsins.
Undantekning
Ef umsækjandi er ekki með gilt ökuskírteini er annað hvort hægt að:
skrá einstakling, sem býr í sama húsnæði og umsækjandi, sem ökumann,
merkja við að umsækjandi er með NPA samning.
Skilyrði bifreiðar
Aðeins er veittur styrkur eða uppbót fyrir:
fólksbifreið til almennra nota,
sendibifreið til almennra nota.
Ekki er veittur styrkur eða uppbót fyrir til dæmis:
vörubifreið,
pallbíl sem er ekki til almennra nota,
húsbifreið,
leigubifreið.
Líða mega 2 ár frá kaupum á bifreiðinni til að fá uppbót, styrk eða lán vegna kaupa.
Fylgigögn
Með öllum umsóknum þarf að fylgja:
hreyfihömlunarvottorð frá lækni. Ef gilt hreyfihömlunarmat er hjá TR þarf ekki að skila nýju.
númer ökuskírteinis skráð á umsókn,
Í einstaka tilfellum óskar TR eftir mati á göngugetu umsækjanda frá sjúkraþjálfara, þú færð bréf á Mínar síður ef svo er.
Eftir að umsókn hefur verið samþykkt þarf að skila afriti af kaupsamningi eða reikningi vegna bílakaupanna þar sem kaupverð á bílnum kemur fram.
Vegna bílalána þarf að skila:
undirrituðu skuldabréfi sem TR útbýr og sendir þér
Ef ökumaður er annar en umsækjandi
Ef umsækjandi er ekki með gilt ökuskírteini þarf að fylgja:
nafn ökumanns,
kennitala ökumanns,
númer ökuskírteinis.
Fólk með NPA eða sambærilegan samning við sveitarfélag þarf að skila afriti af:
samningi um notendastýrða persónulega aðstoð,
beingreiðslusamning,
öðrum sambærilegum samning.
Uppbót/styrkur vegna kaupa á bíl - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun