Fara beint í efnið

Leyfi til umsýslu með NPA - Notendastýrð persónuleg aðstoð

Leyfi til umsýslu með NPA

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) þýðir að notandinn, sá sem fær aðstoðina, stjórnar ferðinni og er þjónustan ætluð fötluðu fólki sem þarf aðstoð í daglegu lífi.

NPA aðstoð

miðar að sjálfstæðu lífi fatlaðs fólks sem þarf viðvarandi aðstoð og þjónustu til þáttöku í athöfnum daglegs lífs, heimilishaldi, félagslífi, námi og atvinnulífi.

Þegar notandinn skipuleggur og stýrir aðstoðinni sjálfur aukast möguleikar á að lifa sjálfstæðara og virkara lífi, stjórna ferðinni og gera það sem hann þarf og langar til að gera auk sveigjanlegrar aðstoðar.

Ef notandi á erfitt með að skipuleggja og stýra NPA aðstoðinni á hann rétt á að fá hjálp við skipulagninguna.

Rekstrarleyfi umsýslu með NPA þjónustu

Markmið umsýslu með NPA þjónustu er að fatlað fólk eigi kost á bestu aðstoð/þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma á móts við sérstakar stuðningsþarfir þess.

Umsóknarferli

  1. Umsækjandi sækir um leyfi til GEV.

  2. GEV kannar hvort nauðsynlegar upplýsingar og gögn fylgi umsókn.

  3. Umsagnarbeiðni er send til sveitarfélags ef tilefni er til.

  4. GEV tekur ákvörðun í málinu og upplýsir umsækjanda og sveitarfélag hans um niðurstöðuna.

Fylgigögn með umsókn

  • Heimild fyrir öflun sakavottorðs umsækjanda

  • Ferilskrá umsækjanda

  • Útfyllt eyðublað fyrir áhættumat lítilla fyrirtækja með 1 til 9 starfsmenn. (fyllt inn þar sem við á)

  • Rekstraráætlun eða síðasti ársreikningur

  • Staðfesting setu á NPA námskeiði hjá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu (FRN). Tengill á fræðslugátt FRN

  • Staðfesting frá sveitarfélagi um að til standi að gera samning við umsækjanda um umsýslu NPA samnings (Drög að samningi eða afrit af tölvupóstsamskiptum milli fulltrúa sveitarfélags og umsækjanda dugar)

  • Afrit af vanskilaskrá Credit Info. Tengill á vefsíðu Credit Info

    • Hægt er að nálgast afrit af vanskilaskrá Credit Info með því að skrá sig inn á „Mitt Credit Info“. Þegar komið er inn á heimasvæðið skal velja flipann „Vanskil“ þar sem birtist yfirlit. Hægt er að vista yfirlitið með því að velja prenthnappinn sem sést fyrir miðja síðu.


Lög og reglur sem eiga við um rekstrarleyfið:

-Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021

-Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018

-Reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð nr. 1250/2018

-Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980

Leyfi til umsýslu með NPA

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100