Fara beint í efnið

Bifreiðastyrkir fyrir hreyfihamlað fólk, blinda og lífeyrisþega

Uppbót vegna kaupa á bíl

Hægt er að sækja um uppbót vegna kaupa á bíl, sem er nauðsynlegur til að stunda vinnu, nám, endurhæfingu eða sækja læknisþjónustu.

Umsækjandi þarf að vera:

  • metinn hreyfihamlaður, miðað er við að göngugeta sé að jafnaði minni en 400 metrar á jafnsléttu,

  • lífeyrisþegi hjá TR,

  • sjúkratryggður á Íslandi.

Uppbót vegna kaupa á bíl

Þú getur sótt um uppbót vegna kaupa á bíl ef þú eða barn þitt er með hreyfihömlunarmat hjá TR og fær:

  • örorkulífeyri eða örorkustyrk,

  • ellilífeyri,

  • umönnunargreiðslur vegna hreyfihamlaðs barns.

Fjárhæðir

Uppbót vegna kaupa á bíl er 500.000 krónur.

Fyrir þau sem eru að kaupa bíl í fyrsta sinn eða hafa ekki átt bíl síðustu 10 ár er upphæðin 1.000.000 krónur.

Fylgigögn

Með öllum umsóknum þarf að fylgja:

  • hreyfihömlunarvottorð frá lækni (óþarfi ef hreyfihömlunarmat er í gildi hjá TR),

  • númer ökuskírteinis skráð á umsókn,

  • í einstaka tilfellum óskar TR eftir mati á göngugetu umsækjanda frá sjúkraþjálfara, þú færð bréf á Mínar síður ef svo er.

Eftir að umsókn hefur verið samþykkt þarf að skila afriti af kaupsamningi eða reikningi vegna bílakaupanna þar sem kaupverð á bílnum kemur fram.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun