Greiðsluþátttaka vegna tæknilegra hjálpartækja
Hjálpartæki í bifreiðar
Sjúkratryggingar greiða eða taka þátt í kaupum á nauðsynlegum hjálpartækjum eftir ákveðnum reglum. Það er ýmiss búnaður í bifreiðar sem nauðsynlegur er vegna fötlunar ökumanns eða fyrir farþega í hjólastól í bifreið.
Dæmi um styrk er vegna:
Sjálfskiptingar
Sérstakra breytinga á hemlabúnaði og bensíngjöf
Fastar skábrautar/bílalyftu fyrir hjólastólanotendur
Sækja skal um hjálpartæki í bifreið á umsóknareyðublaði um hjálpartæki og fylla út gátlista „Gátlisti með umsókn um hjálpartæki í bifreiðar“.
Fyrirtæki sem selja hjálpartæki í bifreiðar og sjá um ísetningu þeirra eru m.a. (í stafrófsröð).
Bílaklæðningar, Kársnesbraut 100, 200 Kópavogur, sími: 554-0040
Bílaskjól, Akralind 3, 201 Kópavogur, sími: 564-0900
Bílasport ehf, Bryggjuvör 3, 200 Kópavogur, sími: 845-3210
Öryggismiðstöðin, Askalind 1, 201 Kópavogur, sími: 570-2400
Athugið að Bílasport sér um ísetningar, viðhald og þjónustu á búnaði frá Öryggismiðstöðinni.
Einstaklingar sem sækja um hjálpartæki í bifreiðar geta einnig átt rétt á uppbót/styrk til kaupa á bifreið hjá Tryggingastofnun. Sjá nánar á heimasíðu Tryggingastofnunar.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar