Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Snemmtaka ellilífeyris vegna sjómennsku

Hafir þú stundað sjómennsku gætir þú átt rétt á að taka snemma út ellilífeyri almannatrygginga eða frá 60 ára aldri. Nauðsynlegt er að sækja um möguleg réttindi í lífeyrissjóðum áður en sótt er um hjá TR.

Umsókn um ellilífeyri

Réttur til ellilífeyris

Þú getur átt rétt á snemmtöku ellilífeyris vegna sjómennsku ef:

  • þú hefur stundað sjómennsku á lögskráðu íslensku skipi eða skipi gert út af íslenskum aðilum í 25 ár eða lengur,

  • fjöldi lögskráðra daga á sjó er að lágmarki 180 dagar að meðaltali á ári á 25 ára tímabili.

Fjárhæðir ellilífeyris

Fullur ellilífeyrir er:

  • 347.521 króna á mánuði, eða

  • 4.170.252 krónur á ári

Þú getur líka átt rétt á heimilisuppbót og öðrum greiðslum, svo sem barnalífeyri eða bifreiðastyrk.

Tekjuáætlun

Upphæð ellilífeyris er tengd tekjum. Frítekjumörk ráða hversu mikið ellilífeyrir lækkar í hlutfalli við aðrar tekjur. Því er mikilvægt að tekjuáætlun þín sé alltaf rétt.

Þú getur breytt tekjuáætlun á Mínum síðum Tryggingastofnunar.

Umsóknarferli

Fylgigögn

Nauðsynlegt er að sækja um lífeyrisgreiðslur frá öllum lífeyrissjóðum sem þú átt mögulega rétt á greiðslum úr, ef það hefur ekki verið gert er ekki hægt að taka umsókn þína til afgreiðslu.

Skila þarf staðfestingu á fjölda daga sem þú hefur verið lögskráð/ur á sjó, til dæmis með eftirfarandi gögnum:

  • yfirlit af stöðuskráningu sjómanns frá Samgöngustofu,

  • sjóferðabækur sem gefnar voru út af Siglingastofnun Íslands,

  • skattframtöl,

  • siglingavottorð frá sýslumanni.

Auk þess þarftu:

Svona sækir þú um

  1. Smelltu á Sækja um

  2. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum

  3. Veldu Umsóknir

  4. Veldu umsóknina Ellilífeyri

  5. Fylltu út umsóknina og hengdu við fylgigögn ef þú ert með þau tiltæk

  6. Smelltu á Senda umsókn

Einnig er hægt að sækja um:

Niðurstaða

Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.

Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.

Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Fyrirkomulag greiðslna

Ellilífeyrir er fyrirframgreiddur fyrsta dag hvers mánaðar og þú færð upphæðina inn á bankareikninginn þinn sem gefinn er upp á Mínum síðum.

Hægt er að fá eina greiðslu á ári ef inneign er til staðar að loknu uppgjöri Tryggingastofnunar.

Kosturinn við að fá greitt einu sinni á ári á grundvelli skattframtals er að þú færð nákvæmlega það sem þú átt rétt á. Þá er engin hætta á að fá kröfu við uppgjör vegna ofgreiddra greiðslna.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun