Tryggingastofnun: Ellilífeyrir
Hvernig virkar þessi eina greiðsla á ári?
Hægt er að óska eftir að fá greiddan lífeyri frá TR einu sinni á ári. Þá eru réttindin reiknuð út þegar staðfest skattframtal liggur fyrir og eru greidd út í einu lagi. Með því að fá greitt einu sinni á ári fær viðkomandi nákvæmlega það sem hann á rétt á og losnar til dæmis við að fá á sig kröfu við uppgjör vegna ofgreiddra greiðslna.
Þetta úrræði hentar vel þeim lífeyrisþegum sem fá sínar aðaltekjur annars staðar en frá TR, til dæmis frá lífeyrissjóðum.
Sótt er um eina greiðslu á ári á Mínum síðum TR.