Tryggingastofnun: Ellilífeyrir
Hvaða lífeyrissjóðsgreiðslur hafa ekki áhrif hjá TR?
Viðbótarlífeyrissparnaður (4%+2%) hefur ekki áhrif hjá TR og er ekki hluti af 15,5% lágmarksiðgjaldi. Um er að ræða valfrjálsan sparnað með framlagi launagreiðanda. Hægt er að velja um að leggja fyrir 2% eða 4% og þá leggur launagreiðandi á móti 2%.