Tryggingastofnun: Ellilífeyrir
Hvaða tegundir lífeyris eru til?
Samtrygging
Er hluti af 15,5% lágmarksiðgjaldi
Sækja þarf um greiðslu samtryggingar þegar sótt er um lífeyri hjá TR
Hefur skerðingaráhrif á greiðslur frá TR
Tilgreind eða frjáls séreign
Er hluti af 15,5% lágmarksiðgjaldi
3,5% fer í tilgreinda/frjálsa séreign
12% fer í samtryggingu
Ekki þarf að sækja um tilgreinda/frjálsa séreign þegar sótt er um lífeyri hjá TR þar sem ekki er um mánaðarlegar greiðslur að ræða
Hefur skerðingaráhrif á greiðslur frá TR
Séreign innan lágmarksiðgjalds – bundin séreign
Er hluti af 15,5% lágmarksiðgjaldi
8% fer í samtryggingu en 7,5% í séreign
Sækja þarf um bundna séreign þegar sótt er um lífeyri hjá TR
Hefur skerðingaráhrif á greiðslur frá TR
Viðbótarlífeyrissparnaður
Er valfrjáls sparnaður sem er ekki hluti af 15,5% lágmarksiðgjaldi
Hægt er að leggja fyrir 2% eða 4% og þá leggur launagreiðandi á móti 2%.
Ekki þarf að sækja um viðbótarlífeyrissparnað þegar sótt er um lífeyri hjá TR
Hefur ekki skerðingaráhrif á greiðslur frá TR