Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvaða lífeyrissjóðsgreiðslur hafa áhrif hjá TR?

Samtrygging og séreign innan lágmarksiðgjalds hafa áhrif á réttindi hjá TR.  

  • Samtrygging 

  • Tilgreind eða frjáls séreign 

  • Séreign innan lágmarksiðgjalds – bundin séreign 

Gott er að hafa samband við sína lífeyrissjóði til þess að fá upplýsingar um áunnar lífeyrissjóðsgreiðslur. 

Það er skylda á Íslandi að greiða í lífeyrissjóð og er lágmarksiðgjald 15,5%. Algengast er að allt lágmarksiðgjaldið 15,5% fari í samtryggingu. 

Greiðslur úr samtryggingu hafa áhrif á útreikning réttinda hjá TR umfram almennt frítekjumark sem er 36.500 krónur á mánuði (438.000 krónur á ári).