Tryggingastofnun: Ellilífeyrir
Ég varð 67 ára og á rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum úr þremur sjóðum. Ég fæ aðeins greitt hjá einum af mínum lífeyrissjóðum. Þarf að sækja um hinum tveimur líka til þess að geta fengið ellilífeyri frá TR?
Já það þarf að sækja um í öllum þeim skyldubundnu lífeyrissjóðum sem þú átt rétt. Í kjölfarið munu upplýsingar berast rafrænt frá lífeyrissjóðum til TR um að umsókn hafi verið samþykkt og hvenær greiðslur hefjast.
Hefðbundinn ellilífeyrir frá 67 ára getur hafist í þeim mánuði sem þú hefur hafið töku lífeyris úr öllum þínum sjóðum.
Sem dæmi:
Ef þú hefur hafið töku lífeyris í einum lífeyrissjóði í febrúar 2025 en öllum öðrum í nóvember 2025, þá geta greiðslur hafist í nóvember 2025, að því gefnu að þú sért 67 ára.