Ef þú hefur búið eða starfað erlendis getur þú hafa unnið þér inn lífeyrisréttindi í því landi. Brottfluttir Íslendingar og erlendir ríkisborgarar sem hafa búið eða starfað á Íslandi geta einnig átt lífeyrisréttindi á Íslandi.
Réttur til ellilífeyris erlendis
Þú getur átt rétt á ellilífeyri erlendis ef:
þú býrð eða hefur búið og starfað í útlöndum,
landið er með samning við Ísland um greiðslur lífeyris almannatrygginga.
Tekjuáætlun
Upphæð ellilífeyris er tengd tekjum. Frítekjumörk ráða hversu mikið ellilífeyrir lækkar í hlutfalli við aðrar tekjur. Því er mikilvægt að tekjuáætlun þín sé alltaf rétt.
Breyta tekjuáætlun á Mínum síðum
Umsóknarferli
Ef þú býrð erlendis við töku ellilífeyris hefur þú samband við sambærilega stofnun Tryggingastofnunar þess lands.
Ef þú býrð á Íslandi þarft þú:
bankaupplýsingar,
skattframtal eða aðra staðfestingu um réttindi erlendis,
upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar.
Starfsfólk TR sendir því næst umsóknina til viðkomandi lands.
Svona sækir þú um
Smelltu á Sækja um
Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
Veldu Umsóknir
Veldu umsóknina Ellilífeyrir frá öðru EES-ríki
Fylltu út umsóknina og hengdu við fylgigögn ef þú ert með þau tiltæk
Smelltu á Senda umsókn
Niðurstaða
Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu bréf frá stofnuninni erlendis sem sótt var um til.
Fyrirkomulag greiðslna
Ellilífeyrir er fyrirframgreiddur fyrsta dag hvers mánaðar.
Ef þú ert með erlendan bankareikning sér Tryggingastofnun um að millifæra greiðslur. Millifærslur á erlenda reikninga fara í gegnum viðskiptabanka til erlendra banka. Athugið að gefa verður upp erlent heimilisfang til banka til að fá greiðslur á erlendan reikning.
Hægt er að fá eina greiðslu á ári í stað mánaðarlegra greiðslna ef inneign er til staðar að loknu uppgjöri Tryggingastofnunar.
Kosturinn við að fá greitt einu sinni á ári á grundvelli skattframtals er að þú færð nákvæmlega það sem þú átt rétt á. Þá er engin hætta á að fá kröfu við uppgjör vegna ofgreiddra greiðslna.
Ellilífeyrir frá öðru EES-landi eða Bandaríkjunum - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun