Ungmenni í námi eða starfsþjálfun
Ef ungmenni á aldrinum 18-25 ára sem stundar nám eða starfsþjálfun býr á heimilinu þarf að skila staðfestingu á skólavist eða afrit af starfsþjálfunarsamningi.
Leiguhúsnæði
Ef þú býrð í leiguhúsnæði þarftu að skila leigusamning. Það sem þarf að koma fram á honum:
upplýsingar um leigusala, nafn og kennitala
upplýsingar um leigjanda, nafn þitt og kennitala
heimilisfang
íbúðarnúmer
fastanúmer íbúðar
stærð íbúðar
leigutímabil
lýsing á íbúðarhúsnæði
samningur þarf að vera undirritaður af leigusala og leigjanda
Leigusamningur þarf ekki að vera þinglýstur.
Lögheimilisskráning ekki möguleg
Ef þú býrð í húsnæði þar sem ekki er mögulegt að skrá lögheimili þarf:
staðfestingu frá opinberum aðila um búsetu þína þar, opinber aðili getur til dæmis verið sveitarstjóri, prestur, læknir, félagsráðgjafi eða sambærilegir aðilar,
skráning í Þjóðskrá að vera lögheimili ótilgreint.
Heimilisuppbót - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun