Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heimilisuppbót fyrir lífeyris- og greiðsluþega sem búa einir

Fylgigögn

Ungmenni í námi eða starfsþjálfun

Ef ungmenni á aldrinum 18-25 ára sem stundar nám eða starfsþjálfun býr á heimilinu þarf að skila staðfestingu á skólavist eða afrit af starfsþjálfunarsamningi.

Leiguhúsnæði

Ef þú býrð í leiguhúsnæði þarftu að skila leigusamning. Það sem þarf að koma fram á honum:

  • upplýsingar um leigusala, nafn og kennitala

  • upplýsingar um leigjanda, nafn þitt og kennitala

  • heimilisfang

  • íbúðarnúmer

  • fastanúmer íbúðar

  • stærð íbúðar

  • leigutímabil

  • lýsing á íbúðarhúsnæði

  • samningur þarf að vera undirritaður af leigusala og leigjanda

Leigusamningur þarf ekki að vera þinglýstur.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun