Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heimilisuppbót fyrir lífeyrisþega sem búa einir

Fjárhæðir

Fjárhæðir heimilisuppbótar eru:

Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar: 71.146 krónur á mánuði fyrir skatt.

Ellilífeyrisþegar: 87.817 krónur á mánuði fyrir skatt.

Hálfs ellilífeyrisþegar: 43.909 krónur á mánuði fyrir skatt.

Það sem hefur áhrif á upphæðina

Ef tekjur fara yfir frítekjumörk lækkar heimilisuppbót.

Hlutfall frádráttar eftir að frítekjumarki er náð er fyrir:

  • ellilífeyrisþega 11,9%,

  • örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega 12.96%.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun