Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heimilisuppbót fyrir lífeyris- og greiðsluþega sem búa einir

Fjárhæðir

Fjárhæðir heimilisuppbótar:

Örorkulífeyrir eða sjúkra- og endurhæfingagreiðslur: 65.709 krónur á mánuði fyrir skatt.

Ellilífeyrir: 87.817 krónur á mánuði fyrir skatt.

Hálfur ellilífeyrir: 43.909 krónur á mánuði fyrir skatt.

Það sem hefur áhrif á upphæðina

Ef tekjur fara yfir frítekjumörk lækkar heimilisuppbót.

Hlutfall frádráttar eftir að frítekjumarki er náð er fyrir:

  • ellilífeyri: 11,9%,

  • örorkulífeyri eða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur: 45%.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun