Fylgigögn vegna uppbótar á lífeyri eru eftirfarandi:
Uppbót vegna lyfjakostnaðar:
Engin fylgigögn, TR sækir upplýsingar til Sjúkratrygginga Íslands.
Uppbót vegna umönnunar:
Staðfesting sem tilgreinir kostnað vegna félagslegrar heimaþjónustu, dagvistar eða ferðaþjónustu fatlaðra eða aldraðra
Uppbót vegna kaupa á heyrnartækjum:
Kvittun sem staðfestir kaup á heyrnartækjum.
Athugið að möguleiki er á styrk frá Sjúkratryggingum Íslands vegna kaupa á heyrnartækjum, styrkurinn er dreginn frá heildarfjárhæð tækis áður en uppbótin er greidd. Ef ekki er réttur á styrk frá SÍ þarf að skila staðfestingu á því.
Uppbót vegna húsaleigu:
leigusamningur (þarf ekki að vera þinglýstur),
staðfesting frá sveitarfélagi að ekki sé réttur á húsaleigubótum,
ef leigusamningur er ekki gerður þarf að skila staðfestingu frá eiganda húsnæðis á búsetu umsækjanda.
Uppbót vegna dvalar á sambýli eða áfangaheimili:
Staðfesting frá forstöðumanni á búsetu og tímabili búsetu.
Uppbót vegna rafmagnskostnaðar vegna notkunar á súrefnissíu:
Engin fylgigögn, TR sækir upplýsingar til Landspítala.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun