Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tekjuáætlun - Upplýsingar um tekjur lífeyrisþega

Fylla út tekjuáætlun

Vinna með lífeyri eða greiðslur frá TR

Lífeyris- og greiðsluþegar sem eru með atvinnutekjur geta óskað eftir mánaðaskiptingu atvinnutekna. Það þýðir að atvinnutekjur hafa einungis áhrif á lífeyrisgreiðslur þess mánaðar sem atvinnutekna er aflað.

Þetta úrræði hentar helst einstaklingum með óreglulegar atvinnutekjur.

Almennt er atvinnutekjum jafndreift yfir árið við útreikning greiðslna frá TR. Við uppgjör á greiðslum TR er athugað hvort mánaðaskipting atvinnutekna komi betur út fyrir viðkomandi viðskiptavin óháð því hvort óskað var eftir mánaðadreifingunni. Útreikningurinn sem kemur best út er valinn.

Óskað er eftir mánaðaskiptingu atvinnutekna þegar fyllt er út tekjuáætlun á Mínum síðum TR.

Þá á þarftu að:

  • haka við að þú viljir mánaðaskiptingu atvinnutekna

og

  • skrá tekjur fyrir hvern og einn mánuð sérstaklega (fyrir skatt).

Mánaðarleg skipting atvinnutekna

Fylla út tekjuáætlun

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun