Tryggingastofnun: Tekjuáætlun
Hvað er mánaðaskipting atvinnutekna?
Lífeyrisþegar sem eru með atvinnutekjur geta óskað eftir mánaðaskiptingu atvinnutekna. Það þýðir að atvinnutekjur hafa einungis áhrif á lífeyrisgreiðslur þess mánaðar sem atvinnutekna er aflað. Þetta úrræði hentar helst lífeyrisþegum með óreglulegar atvinnutekjur.
Óskað er eftir mánaðaskiptingu atvinnutekna þegar fyllt er út tekjuáætlun á Mínum síðum TR.