Tryggingastofnun: Tekjuáætlun
Ég þarf að breyta tekjuáætlun fyrir aðstandanda?
Til að breyta tekjuáætlun fyrir aðra á Mínum síðum þarf viðkomandi að gefa þér umboð til að sinna sínum málum, það er gert með því að fylla út eyðublað fyrir umboð og skila því til TR. Þegar breyta þarf tekjuáætlun þarf að fylla út þá reiti sem eiga við, skrá þarf núverandi upphæðir eins nákvæmlega og hægt er, áætla má upphæð tekna ef þú veist ekki hver upphæðin er, passa þarf að skrá allar upphæðir fyrir skatt.