Tryggingastofnun: Örorka frá 1. september 2025
Hvernig er ferli samþætts sérfræðimats / umsóknar um örorku?
Umsækjandi sækir um örorkulífeyri hér. Í umsókn er jafnframt tekjuáætlun og sjálfsmatslisti sem umsækjandi fyllir út. Til þess að umsókn fari í úrvinnslu hjá TR þarf læknir að skila inn læknisvottorði. Hafi umsækjandi verið í endurhæfingu eða viðurkenndri meðferð áður er óskað eftir færnimati frá lækni, endurhæfingar- eða meðferðaraðila.