Tryggingastofnun: Örorka frá 1. september 2025
Hvað felst í víxlverkun á milli TR og lífeyrissjóða?
Einstaklingur getur fengið örorkulífeyri samtímis frá TR og lífeyrissjóði.
Svokölluð víxlverkun verður þegar hækkun á greiðslum frá TR leiðir til lækkunar greiðslna frá lífeyrissjóðnum. Þegar lífeyrissjóðsgreiðslurnar lækka og það kemur fram í tekjuáætlun TR hjá viðkomandi þá hækkar TR sínar greiðslur enn frekar.
Það sama getur gerst ef lífeyrissjóður hækkar örorkulífeyrisgreiðslur til einstaklingsins þá lækka greiðslur frá TR og sú lækkun hefur áhrif til frekari hækkunar hjá lífeyrissjóðnum.