Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun: Örorka frá 1. september 2025

Hvað er samþætt sérfræðimat?

Samþætt sérfræðimat er forsenda þess að fá greiddan örorkulífeyri eða hlutaörorkulífeyri

Eftir 1. september 2025 þurfa umsækjendur um örorkulífeyri að fara í samþætt sérfræðimat, sem er staðlað mat á getu einstaklings til virkni á vinnumarkaði þar sem færni, fötlun og heilsa er metin heildstætt í viðum skilningi. Matið byggir á ICF, alþjóðlegu kerfi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar

Til að fara í samþætt sérfræðimat þarf endurhæfing að vera fullreynd eða ekki möguleg.