Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun: Örorka frá 1. september 2025

Hverju þarf ég að skila inn með umsókn um örorkulífeyri?

Til þess að umsókn fari í úrvinnslu hjá TR þarf að liggja fyrir læknisvottorð þar sem heilsufarsvandi er tilgreindur. Æskilegast er að vottorðið komi frá þeim lækni sem þekkir heilsufarssögu sem best. Eftir þörfum þarf færnimat fagaðila að liggja fyrir en það getur ýmist verið útfyllt af lækni eða öðrum endurhæfingar- eða meðferðaraðila.