Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun: Örorka frá 1. september 2025

Hvernig sæki ég um örorkulífeyri?

Sótt er um örorkulífeyri hér. Samhliða umsókn þarf að fylla út tekjuáætlun og spurningalista. Til þess að umsókn fari í úrvinnslu hjá TR þarf læknir að skila inn læknisvottorði. Hafi umsækjandi verið í endurhæfingu eða viðurkenndri meðferð áður er óskað eftir færnimati frá lækni, endurhæfingar- eða meðferðaraðila.