Tryggingastofnun: Örorka frá 1. september 2025
Fá sumir hlutaörorkulífeyri þó þeir séu ekki í atvinnuleit?
Já. Niðurstaða samþætts sérfræðimats segir til um hvort samþykktur sé örorkulífeyrir eða hlutaörorkulífeyrir.
Hlutaörorkulífeyrir er fyrir einstaklinga sem eru metnir með 26 - 50% getu til virkni á vinnumarkaði samkvæmt samþættu sérfræðimati vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests eða fötlunar. Ekki er skilyrði fyrir því að fá hlutaörorkulífeyri að vera í atvinnuleit eða í hlutastarfi. Einstaklingar sem þegar eru í hlutastarfi geta fengið hlutaörorkulífeyri en ef þeir eru ekki í launuðu starfi geta þeir sótt um virknistyrk frá Vinnumálastofnun sem er veittur í allt að 24 mánuði á meðan einstaklingur er í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar. Samanlögð fjárhæð hlutaörorkulífeyris og virknistyrks nemur samtals fjárhæð fulls örorkulífeyris. Sótt er um virknistyrk hjá Vinnumálastofnun. Hann er ekki tekjutengdur.